UPPBOÐSSKILMÁLAR

Þeir skilmálar sem gilda um uppboð á vegum Sýslumannsins í Reykjavík eru almennir skilmálar fyrir uppboðssölu á lausafjármunum og fleiru sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 42/1992.

Skilmálarnir eru í meginatriðum þessir:

 1. Skorað er þrívegis á viðstadda að gera frekari boð í hlut áður en hamar fellur.
 2. Bifreiðar eru seldar í því ástandi sem þær eru í þegar hamar fellur.
 3. Sýslumaður tekur enga ábyrgð varðandi ástand bifreiða við uppboðssölu.
 4. Sýslumaður ber enga ábyrgð á því hvort upplýsingar um tegund, gerð eða árgerð bifreiðar séu réttar.
 5. Lyklar fylgja bifreiðum sem eru merktar (L) fyrir aftan á uppboðsskrá.
 6. Uppboðshaldari ákveður hvort og hvaða boðum er tekið og minnsta mun á milli boða. Séu tveir eða fleiri með sama boð ákveður uppboðshaldari hverju boði sé tekið.
 • Greiðsla söluverðs fer fram við hamarshögg sem þýðir: bifreiðar eru staðgreiddar á staðnum. Einungis er hægt að greiða kaupverð með reiðuféi og/eða með debetkorti. Kreditkort og ávísanir eru ekki teknar. Með öðrum orðum er enginn gjaldfrestur veittur.
 • Þegar bifreið er slegin kaupanda skal hann ganga rakleitt til gjaldkera til þess að greiða.
 • Þeir einir bjóði í sem treysta sér til að standa við boð sín. Þeir sem bjóða í þurfa að vera fjárráða, þ.e. vera orðnir 18 ára.
 • Kaupandi ber áhættu af hinu selda frá því að hamar fellur og skal hann taka bifreið í sína vörslu strax að loknu uppboði.
 • Þá skal kaupandi tryggja bifreið áður en hún er færð af uppboðsstað og greiða kr. 2.530.- í skráningargjald, að öðrum kosti verða skráningarmerki tekin af bifreiðinni. Ef um vinnuvél er að ræða greiðir kaupandi kr. 4.760.- í skráningargjald.
 • Annar hugsanlegur kostnaður vegna skráningar bifreiðar hjá Umferðarstofu er uppboðshaldara óviðkomandi, t.d. ef panta þarf ný skráningarmerki. Þá fylgja einkanúmer ekki bifreiðum.
 • Lausafé í bifreiðum eins og t.d. persónulegir munir, farsímar, talstöðvar eða annað fylgja ekki með í kaupum.
 • Þá fyrst er hægt að færa bifreið til skoðunar þriðjudag eftir að uppboð er haldið.