Afskrá ökutæki
Ef þú vilt henda bílnum þínum, þá sækir Vaka hann frítt og þú færð 20.000 kr. í skilagjald. Undantekningin frá fríum flutningi er ef bíllinn er dekkjalaus, ef ekki er hægt að komast að honum með dráttarbíl eða ef hann er af öðrum ástæðum óhæfur til dráttar.
Fylltu út formið hér að neðan og við sækjum bílinn.*
*Beiðandi verður að vera skráður eigandi eða með skriflegt umboð (sjá: umboðseyðublað hér) þeirrar bifreiðar sem á að farga. Sýna verður skilríki þegar bíll er sóttur og skilavottorð undirritað.
Úrvinnsla ökutækja
Vaka hf. er langstærsti förgunaraðili bifreiða á Íslandi en við förgum um 400 bílum í hverjum mánuði. Eigandi ökutækis fær greitt 20.000 króna skilagjald frá Úrvinnslusjóði þegar ökutæki er skilað til Vöku.
Vaka hf. sækir ökutæki frítt á höfuðborgarsvæðinu sem skilað er til förgunar nema ef ökutækið er dekkjalaust eða af öðrum ástæðum óhæft til dráttar, þá er innheimt fyrir flutning samkvæmt gjaldskrá. Fyrir eigendur ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins gerum við hagstæð tilboð í flutning.
Þú getur einnig komið ökutækinu til okkar á Héðinsgötu 2 þar sem við tökum við ökutækinu og afhendum skilavottorð sem er farið með í Samgöngustofu, Frumherja eða Aðalskoðun.
Munið að fjarlægja alla persónulega muni úr ökutækjum áður en þau eru afhent, en Vaka ber enga ábyrgð á munum sem glatast eða er fargað samhliða ökutækinu.