Afskrá ökutæki

Athugið – Ef það eru einhverjir hnökrar á island.is þá hafið samband við okkur í s. 567-6700 eða fyllið út formið að neðan,

Skref 1. Fara á island.is með tenglinum hér fyrir neðan og afskrá bifreiðina.
Skref 2. Fylltu út formið hér að neðan og pantaðu förgun.
Skref 3. Við sækjum bílinn og númeraplöturnar.

  Staðsetning ökutækis

  Mynd af ökutæki

  Umbeðið af:

  *Sjá frekari upplýsingar um afskráningu ökutækja á 

  Úrvinnsla ökutækja

  Vaka hf. er langstærsti förgunaraðili bifreiða á Íslandi en við förgum um 400 bílum í hverjum mánuði.  Eigandi ökutækis fær greitt 20.000 króna skilagjald frá Úrvinnslusjóði þegar ökutæki er skilað til Vöku.

  Vaka hf. sækir ökutæki frítt á höfuðborgarsvæðinu sem skilað er til förgunar. Fyrir eigendur ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins gerum við hagstæð tilboð í flutning.

  Þú getur einnig komið ökutækinu til okkar á Héðinsgötu 2 þar sem við tökum við ökutækinu og aðstoðum við rafræna afskráningu.

  Munið að fjarlægja alla persónulega muni úr ökutækjum áður en þau eru afhent, en Vaka ber enga ábyrgð á munum sem glatast eða er fargað samhliða ökutækinu.

  Dagtaxti dráttarbíla

  Neðangreind verð gilda mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 til 17:00 og miðast við höfuðborgarsvæðið sem afmarkast af Leirvogstungu við Vesturlandsveg, Norðlingaholt við Suðurlandsveg og Straumsvík við Reykjanesbraut. 

  Tilboð í stærri flutninga

  Við gerum föst tilboð í flutninga utan höfuðborgarsvæðisins sem og vegna flutninga á tækjum yfir 10 tonnum. Sendið fyrirspurnir á flutningur@vaka.is eða hringið í síma 567 6700.

  Kvöldtaxti dráttarbíla

  Neðangreind verð gilda á öllum tímum utan dagtaxta sem og á öllum almennum frídögum og miðast við höfuðborgarsvæðið sem afmarkast af Leirvogstungu við Vesturlandsveg, Norðlingaholt við Suðurlandsveg og Straumsvík við Reykjanesbraut. 

  Önnur gjöld