AFMT Vélameðferð

kr.7.534

Hreinsa
SKU: N/A Category:

Prolong Super Duty vélameðferð er hönnuð fyrir notkun þar sem árangur og hæstu gæði skiptir höfuð máli.  Efnið gengur í efnasamband við málmyfirborð með sérstökum efnasamsetningum sem kallast AFMT sem ver málma og minnkar viðnám, slit og hita.

  • Málmmeðferð sem ver málma
  • Minnkar viðnám, slit og hita
  • Þolir mjög hátt hitastig
  • Hrindir frá sér raka
  • Lengir endingu olíunnar
  • Minnkar tæringu
  • Eykur þjöppun og losar fasta stimpilhringi
  • Má blanda við allar olíur

Eiginleikar

Specific Gravity @ 60°F / 15.6°C 1.07
Þykknisstuðull cST @ 100°C 4.90
Heildar basanúmer 9.8
Kopartæring D-130 1a
Íkveikjupunktur PMCC FD-93 122°C
Rafleiðnistyrkur F D877 22.1 kv
Rennslispunktur F D-97 -21°C
Hámarks vinnsluhiti 170°C

Notkun

Blandið 10% af efninu á móti olíu. Dæmi, ef tæki tekur 10 lítra af olíu, fjarlægið þá 1 líter af olíu og setjið 1 líter af efninu í staðinn.

Prolong AFMT málmmeðferðartæknin

Prolong AFMT+ gengur í samband við málmyfirborð með mikroþunnri efnasamsetningu sem ver yfirborð málma. AFMT efnasamsetningin pólerar yfirborð málma og gengur í efnasamband við yfirborð málma. Molecular í AFMT+ tækninni bindur sig við yfirborð málma, eins og járn við segul. Lag af ionized AFMT+ molecular eru gangsettir með miklum þrýstingi og hita, svo að Prolong smurefnið virkar þar sem þess er mest þörf. Niðurstaðan er sú að AFMT+ minnkar verulega skaðlegt slit og hita og hjálpar til við að halda olíunni hreinni lengur.

Stöðug tækni sem ver gegn tæringu

AFMT+ er háþróuð smurþrýstitækni, eða EP agent, efnasamsetning sem vinnur með paraffin basöðum hydrocarbons, sem er þekkt fyrir yfirburða smureiginlega á háum hitastigum og þrýstingi. Prolong AFMT+ er samsett af einstökum lang-keðjuverkandi moleculum sem eru stöðug og verja gegn tæringu og hefur fengið hæstu mögulegu einkunn (a1) í tæringarrannsóknum. Prolong tæknin fyrirfinnst ekki í neinum öðrum efnum á markaðnum og hefur Prolong heimseinkaleyfi á þessari tækni.

Verið velkomin í Prolong fjölskylduna af vörum. Í tæpa þrjá áratugi hefur Prolong haft það að leiðarljósi að framleiða einungis hágæða efni úr best fáanlegum efnum á markaðnum í dag fyrir vélbúnað og viðhald þeirra. Við hjá Prolong höfum unnið hörðum höndum að því að fá hámarksnýtni út úr efnum okkar til sparnaðar. Það er ástæðan fyrir því að við erum með sérstöðu á markaðnum og erum með heimsleyfi á okkar vörum.

Prolong efnin hafa verið á Ísland í yfir 10 ár og skilað frábærum árangri. Við höfum selt mikil til fyrirtækja og erum að spara þeim fjármuni með notkun AFMT á tækjabúnað þeirra. Meðal fyrirtækja sem notað hafa efnin eru: Hringrás endurvinnsla, Samskip, Eimskip, Alcan, Hagkaup, Kaupás og Vaka ásamt mörgum öðrum ánægðum Prolong notendum.

Virkni olíu

Olía án hámarksálags

Undir hefðbundnu álagi minnka venjulegar olíur núning og hita milli flata með því að viðhalda filmu af olíu á milli málmflatanna.

Olía undir hámarksálagi

Undir hámarksálagi mun hefðbundin olía fjarlægjast af smurflötum, sem eykur núning og hita með þeim afleiðingum að málmfletir munu slitna hraðar og menga olíuna sem eykur skemmdir enn frekar.

Prolong undir hámarksálagi

Prolong AFMT olíutæknisamsetningin er mjög virk við hámarksálag og núning.  Niðurstaðan er sú að núningur og hiti mun minnka vegna þess að Prolong mun liggja á milli málmflata og gefa sléttara yfirborð.

Stærð

946 ml, 2,5 l, 5 l, 20 l

Ekki er skilaréttur á uppboðsvörum nema það sé sérstaklega tekið fram eða um það samið milli seljanda og kaupanda.
Þeir sem hins vegar kaupa nýja vöru í vefverslun Vöku eiga rétt til að skila vöru og fá að fullu endurgreidda. Skilyrði er að vöru sé skilað innan 14 daga frá kaupum samanber ákvæði laga.
Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga.
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Varðandi kaup og sölu á uppboðsvef þá er hæsta boð hverju sinni bindandi fyrir tilboðsgjafa hvort sem það nær lágmarksverði eða ekki. Tilboð eru hins vegar aðeins bindandi fyrir seljanda, að þau séu jafnhá eða hærri en lágmarksverð.
Hæstbjóðandi hvers uppboðs, hefur sólarhring til að ganga frá greiðslu og staðfesta kaupsamning. Að þeim tíma liðnum hefur seljandi val um að ganga til samninga við aðra bjóðendur.
Hæstbjóðandi sem ekki stendur við tilboð sitt er útilokaður frá frekari tilboðum á uppboðsvef Vöku. Seljandi hefur jafnframt val um hvort leitað er réttmætra úrræða við að krefjast efnda á tilboði, sbr. lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.
Vaka hf. er ekki ábyrg fyrir ástandi uppboðsmuna eða ef upplýsingar frá seljanda um ástand munar reynast rangar. Lýsing á hinu selda er unnin eftir upplýsingum frá seljanda, sem og opinberum gögnum sé þeim til að dreifa.
Áríðandi er fyrir tilboðsgjafa að kynna sér vel ástand þess munar sem boðið er í og er hægt að skoða muni í húsnæði Vöku hf. að Héðinsgötu 2 í Reykjavík, eða leita þar upplýsinga um hvar hægt er að skoða uppboðsmun séu þeir ekki til sýnis hjá Vöku.
Nánari upplýsingar um uppboðsskilmála Vöku er að finna hér.

Vörur sem pantaðar eru fyrir hádegi á virkum dögum eru afgreiddar samdægurs, en annars næsta virka dag eftir pöntun. Vörur eru sendar á uppgefið heimilisfang kaupanda. Áætlaður afhendingartími innan höfuðborgarsvæðisins er sama dag og vara er afgreidd. Utan höfuðborgarsvæðisins fer afhendingartími eftir áætlunum dreifingaraðila.