Bókaðu tíma í greiningu

[booked-calendar calendar=191]

Viðgerðaþjónusta Vöku

Vaka hf. býður upp á allar almennar smáviðgerðir á verkstæði okkar, Héðinsgötu 2. Þar bjóðum við upp á bilanagreiningu á flestum bílategundum ásamt almennum viðgerðum.
Þú getur pantað tíma í greiningu hjá okkur og í framhaldinu getur þú valið um að láta framkvæma viðgerð hjá okkur eða á þjónustuverkstæði bílsins ef bilun er þess eðlis. Okkar sérsvið eru viðgerðir á stýris- og hjólabúnaði, þ.m.t. bremsum. Einnig tökum við að okkur að yfirfara og skipta um pústkerfi.
Við notum viðurkennda varahluti frá viðurkenndum framleiðendum en getum einnig boðið upp á úrval af notuðum úrvals varahlutum í flestar gerðir bíla sé þess óskað.