Search

Hafðu samband

    Varahlutir

    Portið hjá Vöku er löngu orðið landsþekkt og hafa bíleigendur komið þar í áraraðir og sótt varahluti og aðra aukahluti á bíla sem þar hafa leynst.

    En tímarnir breytast og vegna öryggis- og umhverfissjónarmiða höfum við tekið ákvörðun um að loka á sjálfsafgreiðslu varahluta úr portinu.

    Endurvinnsla og endurnýting er hins vegar stór þáttur í umhverfisstefnu okkar og munum við áfram bjóða upp á heila og örugga varahluti í flestar gerðir bíla.