Search

Vaka í yfir 70 ár

Vaka var stofnuð árið 1949 af dönskum aðilum, þeim Hans Frost og Niels Jörgensen. Var upphaflegur tilgangur félagsins útlistaður í fréttatilkynningu í Morgunblaðinu 28. september 1949.

Fjelagið Vaka hefur tekið að sjer margskonar hjálparstarf. Það hefur kranabíl til reiðu nótt sem dag til að fara á vettvang ef slys ber að höndum, ef bifreiðar laskast svo að þær eru ekki í keyrslufæru ástandi, ef bifreiðar fara út af vegi eða teppast í snjó o. s. frv.

Enn þann dag í dag eru þetta meginverkefni Vöku og hefur félagið því verið bifreiðaeigendum innan handar í yfir 70 ár.

Árið 1958 eignaðist Hjalti Stefánsson félagið og rak til ársins 1974 þegar hann seldi það Ingólfi Sigurðssyni og fjölskyldu.

Árið 2004 keyptu síðan bræðurnir Einar og Sveinn Ásgeirssynir félagið og hafa rekið það allar götur síðan.

Vaka veitir fjölþætta þjónustu tengda bifreiðum og þekkja flestir dráttarbílaþjónustu Vöku og Vökuportið þar sem lengi var hægt að sækja varahluti í bíla. Þá er dekkjaþjónusta veigamikill þáttur í starfseminni, bæði sala á nýjum og notuðum dekkjum sem og umfelgun og jafnvægisstilling. Þá er Vaka stærsti móttökuaðili bíla til förgunar og er hér tekið á móti um 400 bílum í hverjum mánuði.

Í dag starfa hjá félaginu um 30 starfsmenn.

Spurt og svarað um starfsemi Vöku

Já, við fjarlægjum bíla úr einkabílastæðum en þá þarf eigandi viðkomandi stæðis að senda beiðni um flutning. Ef stæðið er á vegum húsfélags þá þarf beiðni að koma frá formanni húsfélags eða aðila sem sannanlega hefur umboð hússtjórnar til að krefjast brottnáms.
Best er að hringja í okkur í síma 567 6700 og fá staðfest að bíllinn þinn sé hjá okkur. Þú getur síðan komið til okkar, í Héðinsgötu 2 og leyst hann út gegn greiðslu kostnaðar við flutning, skráningu og geymslu.

Já, Vaka er stærsti móttökuaðili bíla til förgunar á Íslandi. Þú getur fyllt út beiðni um förgun á bíl hér á síðunni og við útbúum skilavottorð sem þú afhendir til Samgöngustofu.
Einnig er hægt að ganga frá skilavottorðinu rafrænt á island.is.
Við sækjum bílinn til þín frítt innan höfuðborgarsvæðisins en þú getur líka komið með hann til okkar í Héðinsgötu 2.

Þú færð 30.000 kr greiddar frá Úrvinnslusjóði.