Search

Flutningur

Oftast er það þannig að eigandi bifreiðar er sá aðili sem óskar eftir að hún sé flutt á milli staða. Ef hins vegar svo háttar til, að krefjast þurfi brottnáms bifreiðar í eigu þriðja aðila, verður beiðni að koma frá þar til bærum aðila.

I. Heimild til að fjarlægja bíl í eigu þriðja aðila

Berist ósk um að ökutæki/hlutur í eigu þriðja aðila verði fjarlægt af einkalóð, þarf beiðnin að koma frá aðila sem er í forsvari fyrir viðkomandi lóð, hvort sem um er að ræða þinglýstan eiganda eða leigjanda samkvæmt þinglýstum leigusamningi eða húsfélag í umboði eigenda.

Sá sem óskar eftir því að láta fjarlægja ökutæki/hlut gæti þurft að standa straum af lágmarkskostnaði við flutning og geymslu. Til þess kæmi eingöngu ef skráður eigandi ökutækis/hlutar vitjar ekki eigna sinna, ekki tekst að birta greiðsluáskorun, eða ekki tekst að selja ökutækið/hlutinn fyrir lágmarkskostnaði á sýslumannsuppboði.

Lágmarksgjald er samkvæmt gildandi gjaldskrá Vöku hf. hverju sinni. Flutningskostnaður, innskráningargjald og þrír sólarhringar í geymslu. Sjá https://vaka.is/bifreidaflutningar.

Til að beiðni um flutning verði framkvæmd, þarf Vaka kennitölu forsvarsaðila þess sem biður um flutning ásamt nafni og símanúmeri tengiliðs.

II. Ábyrgð beiðanda ef heimild skortir

Flutningsbeiðandi lýsir því yfir að hann hafi fulla og ótakmarkaða heimild til að krefjast brottnáms á bifreið, þaðan sem hún er. Komi í ljós að beiðanda skorti slíka heimild, ber beiðandi ábyrgð á öllum kostnaði sem eigandi bifreiðar kann að verða fyrir vegna brottnáms hennar.

III. Gildissvið

Ofangreindir skilmálar gilda innan höfuðborgarsvæðisins. Semja skal sérstaklega um þessa þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.