Search

Bókaðu tíma

Dekkjaþjónusta Vöku

Dekkjaþjónusta Vöku er staðsett á Héðinsgötu 2 þar sem meginstarfsemi Vöku fer fram. Þar bjóðum við upp á úrvalsþjónustu sem veitt er af þrautþjálfuðum starfsmönnum og unnin á fyrsta flokks vélum.

Vaka býður jafnframt upp á úrval af nýjum dekkjum frá  Sailun. Einnig bjóðum við upp á mikið úrval af notuðum dekkjum sem eru sérstaklega skoðuð af starfsmönnum með tilliti til mynsturdýptar og misslits.

Við erum einnig með mikið úrval af notuðum úrvalsfelgum í öllum stærðum.

tire

Umfelgun

Umfelgun hjá Vöku tekur venjulega á bilinu 15 – 30 mínútur, allt eftir gerð ökutækis og stærð dekkja. Þegar þú kemur með bílinn í umfelgun skoðum við hvort felgur séu skemmdar, förum yfir dekkjaventla, setjum réttan loftþrýsting í dekkin og jafnvægisstillum hvert dekk. Nauðsynlegt er að athuga herslu á felguróm eftir um það bil 60 kílómetra akstur og getur þú komið með bílinn til okkar og við athugum hersluna fyrir þig.

wheel-and-manometer

Jafnvægisstilling

Það er mikilvægt að tryggja að dekk séu rétt jafnvægisstillt en dekk í ójafnvægi hafa veruleg áhrif á aksturshæfni bíls og eldsneytiseyðslu. Eftir því sem dekk slitna getur myndast ójafnvægi sem hægt er að leiðrétta með jafnvægisstillingu. Þá getur högg á hjólabúnað valdið ójafnvægi svo sem þegar ekið er á kantstein eða í djúpa holu.

wheel-1

Viðhald

Dekk eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður bílsins og til að hámarka endingu dekkja er mikilvægt að færa dekk á milli öxla á um það bil 10 þúsund kílómetra fresti. Mun meira álag er á framdekkjum en afturdekkjum og slitna þau því hraðar. Jafnframt mælum við með því að öll dekk séu jafnvægisstillt við sömu tímamörk til að hámarka akstursöryggi og lágmarka slit.

Umfelgun - fólksbílar

Umfelgun - fólksbílar