Bifreiðaþjónusta
Bifreiðaflutningar
Þarftu að láta draga bíl, lyftara, vinnuvél, mótorhjól eða annað farartæki?
Vaka sinnir dráttarbílaþjónustu alla daga, allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Dráttarbílaþjónusta Vöku flytur allar gerðir ökutækja og er með neyðarþjónustu allan sólarhringinn.
Hver sem ástæðan er og hvort sem verið er að flytja bíl milli eigenda, í viðgerð eða förgun þá höfum við yfir að ráða úrvalsbúnaði og vel þjálfuðum starfsmönnum sem sinna þessum verkefnum bæði fljótt og örugglega.
Vaka fjarlægir einnig ökutæki sem eru staðsett á lóð í óþökk eiganda og ökutæki sem lagt er í einkastæði eða ólöglega.
Vegaaðstoð
Við hjálpum ef bíllinn er að stríða þér.
- Við opnum flesta læsta bíla
- Við losum bíla úr festu
- Við gefum þér start ef þú ert rafmagnslaus
- Við hjálpum þér með eldsneyti ef tankurinn er tómur
- Við drögum þig að hleðslustöð ef rafmagnið þrýtur
- Við skiptum um dekk og pumpum í ef þess þarf
Vegaaðstoð Vöku býðst á höfuðborgarsvæðinu sem afmarkast af Leirvogstungu við Vesturlandsveg, Norðlingaholt við Suðurlandsveg og Straumsvík við Reykjanesbraut.