FÖRGUN BIFREIÐA
Einfalt hjá okkur!
Fyrir þá sem þess óska, er nú hægt að undirrita skilavottorð með rafrænum hætti og losa sig við ónýtan bíl án þess að fara á marga staði.
Til þess að VAKA sæki bílinn þinn og að afskráningarferlið klárist þá þarf að afskrá bílinn og fylla út flutningsbeiðni / klára skref 1 og 2
1
Afskráning / Rafrænt skilavottorð
Þú fyllir út rafrænt eyðublað og bíllinn er afskráður af götunum.
2
Við sækjum / móttökum
Vaka sendir flutningabíl til að sækja bílinn eða þú kemur með hann á móttökustöð okkar.
Fylla þarf út reitina hér fyrir neðan fyrir drátt
Þú færð greitt 30.000kr skilagjald
Vaka hf. sækir ökutæki frítt á höfuðborgarsvæðinu sem skilað er til förgunar. Fyrir eigendur ökutækja utan höfuðborgarsvæðisins gerum við hagstæð tilboð í flutning.
Vaka hf. tekur við bifreiðum til förgunar í samstarfi við endurvinnslufyrirtæki.
Það er á ábyrgð eigenda ökutækis að fjarlægja alla persónulega muni og önnur verðmæti úr ökutæki áður en flutningsbeiðni er send inn og ökutæki er sótt.